Facebook-like takkinn

Ég fékk í morgun skýrslu um heimsóknir á Potturinn.com. Það merkilega er að facebook.com/l.php eða facebook like takinn skilaði næst flestum heimsóknum inn á þessa síðu í janúar. Bara Eyjan sjálf skilaði fleiri heimsóknum en like – takkinn (fyrir utan leitarsíður).

Ég setti þennan hnapp hérna inn í tilraunastarfsemi. Fyrst og fremst vegna þess að ég hafði áhuga á að sjá hvernig það virkaði. Þetta var svipuð tilraunastarfsemi eins og með svo margt annað sem ég hef gert hérna. Þetta hefur verið ágætis tilraunaplatform hérna á blogginu áður en tólin eru notuð á öðrum síðum. Í upphafi fannst mér takkinn vera algjört klúður (og finnst að hluta enn). Það er súrt að sjá takka og þar stendur að engum hafi líkað við það sem ég hef verið að skrifa. Það er alla vega enginn “eco-booster”. Ég ætlaði að fjarlægja þennan takka en var bara ekki kominn í verkið. Eftir að sjá hversu margar heimsóknir eru, þá ætla ég að horfa framhjá þeim færslum sem engum líkar við og gleðjast yfir hinum sem fólk smellir á “like”.

Facebook like takkinn - áhugaverð fjölgun heimsókna

Facebook like takkinn - áhugaverð fjölgun heimsókna


Ég skoðaði þetta á öðrum síðum sem ég hef aðgengi að og eru líka með svona takka. Niðurstaðan er sú sama. Facebook takkinn er að skila gríðarlegum fjölda heimsókna. Það kemur kannski ekki á óvart miðað við fjölda Íslendinga sem nota Facebook, og hversu opnir Íslendindingar eru fyrir nýjungum.

Ef menn eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að leggja í fyrirhöfn að koma svona takka fyrir á síðunni sinni, er því hægt að mæla með takkanum.

Menn geta svo rætt um þær upplýsingar sem Facebook er að safna um einstaklinga með þessu, það er önnur umræða.

p.s. annað tól sem ég hef verið að leika mér með hérna er Simple tags, ég hef verið að reyna að bæta mig í að flokka eigin færslur. Simple tag les í gegnum textann og kemur með tillögu að tögum og eina sem ég þarf að gera er að smella á þau. Mjög góð reynsla af simple tag.

Samfélagsmiðlarnir