Viðunandi ástand?

Borg­ar­yf­ir­völd­um hef­ur tek­ist að halda göt­um Reykja­vík­ur í viðun­andi horfi þrátt fyr­ir að þær komi nú marg­ar illa und­an slæmu tíðarfari í vet­ur. Þetta er mat Ámunda Brynj­ólfs­son­ar, skrif­stofu­stjóra fram­kvæmda og viðhalds hjá Reykja­vík­ur­borg, í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

Nú hefur ekki mátt nefna bíla í tíð þessa meirihluta án þess að hafa verið útmálaður sem sérstakur talsmaður bílsins eða talað sé um aðförin að einkabílnum. Eins og það sé skömm af því að vilja keyra um á bílum. Aðaláherslan hefur verið á gæluverkefni borgarinnar eins og að leggja hjólastíga og nú seinast að stofna hjólaleigu.

Samkvæmt þessum manni þá er viðunandi ástand að götur borgarinnar minni helst á lélegan malarveg. Það var lofað að gera gagngerar breytingar og lagfæringar seinasta sumar, samt var ástandið fyrir veturinn ekki viðunandi. Þrátt fyrir loforðin þá var langt í land með að gert hafi verið við allar holurnar.

Nú stingur þessi maður hausnum í sandinn og kallar þetta viðunandi.

Samfélagsmiðlarnir

  Hverjir eru einhverjir?

  strengjabrudaÍ umræðunni um Listamannalaun og Andra Snæ er mönnum tíðrætt um einhverja menn í herferð gegn Andra Snæ Magnasyni. En hverjir eru þessir einhverjir sem er alltaf verið að tala um?

  Þræðir þessara einstaklinga virðast liggja ansi víða, allt frá DV, fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson og verkalýðsforkólfurinn ofan af Skaga og líklega hér með einnig undirraður eftir þessi skrif. Þá eru fjöldinn allur óupptalinn sem hefur skrifað og fjallað um þetta. Það eru fáar augljósar tengingar á milli þessa fólks, raunar svo óljósar að Illugi Jökulsson virðist halda að þetta séu einhvers konar sjálfbær herferð sem rekur sig sjálf (ef ég skil hann rétt).

  “Væntanlega eru þær herferðir taldar áhrifaríkastar þar sem hægt er búa til það andrúmsloft að herferðin reki sig sjálf – og fólk fari sjálft að taka þátt í henni – án þess að vera beinlínis skipað fyrir.”

  Eftir stendur spurningin um hvaða fólk þetta er sem hefur svo mikil áhrif að það þurfi ekki einu sinni að gefa skipun svo verkalýðsforysta og fjölmiðlamenn missi vitið og fari að ráðast á einn nafngreindan einstakling? Trúir því í alvöru einhver að það séu sitji einhverjir menn og séu að plotta gegn þessum einstakling? Jafnvel þótt hann hafi verið nefndur sem mögulegur frambjóðandi til forseta Íslands.

  Mér finnst umræðan hafa verið langt frá því að vera heiðarleg um Andra Snæ, en að það séu skipulögð eða samantekin ráð dularfullra afla, því trúi ég ekki. Ekki frekar en að geimverur hafi reist pýramídana.

  Samfélagsmiðlarnir

   Klisjur um atvinnuleysi

   Ég skrifaði nokkur orð um atvinnuástandið fyrir nokkrum dögum síðan.

   Í dag birist svo endurtekin frétt um hversu erfitt það er að fá vinnu fyrir fólk sem er eldra en 50 ára. Ég held reyndar að allir sem nenni að vinna geti fengið vinnu í dag. Tölurnar segja líka að þetta getur ekki verið annað en klisja.

   Eins og sjá má á þessu grafi, þar sem annars vegar er atvinnuleysi fólks sem er 16-24 ára, 25-54 ára og 55-74 ára(skv Hagstofunni). Eins og sjá má á þessu grafi þá hefur þessi hópur verið með minnsta atvinuleysið af öllum hópum.

   atvinnuleysi

   Atvinnuleysi mælist nú 3,8% sem þó innan við það sem flestir kalla þetta náttúrulega atvinnuleysi. Þar af mælist það minnst hjá elstra hópnum eða 2,7% sem telst langt undir meðal þessu náttúrulega atvinnuleysi. Sé langtíma atvinnuleysi skoðað sést líka að það hefur hrunið undanfarið ár, það náði hámarki 2011 til 2012 þegar 26% atvinnulausra höfðu verið ár eða lengur. Þessi tala er nú komin niður í 8%. Allt sem ýtir undir það sama að atvinnuleysi er lítið sem ekkert.
   Þótt minnsta atvinnuleysið sé í þessum hópi, þýðir það samt ekki að það sé endileglega þannig að það sé auðveldast fyrir hópinn að fá vinnu. Það getur líka þýtt að hópurinn ríghaldi í þá vinnu sem þau eru með og því sé lítil rótering innan hópsins. En tölurnar tala sínu máli. Lítið sem ekkert atvinnuleysi er hjá hópnum, þannig að þeir sem þó hætta fá vinnu.

   Ég raunar reyndi það á eigin skinni um daginn þegar ég auglýsti eftir eldri borgara í hlutastarf. Ég gerði það bæði á netinu og á fjölmörgum stöðum t.d. með targeta eldri borgara sem voru á Facebook (Facebook telur að 21 þúsund manns séu eldri en 65 ára). Tekið var fram að viðkomandi þyrfti ekki að kunna á tölvu, ekki svara í símann og ekki þekkja vöruna sem við værum að selja. Lýsingin var á þægilegu hlutastarfi á morgana. Það sótti ekki einn einasti eldri borgari um. Það kom einn vildi fá greitt svart, en þegar svarið við því var neikvætt þá var hann fljótur að fara. Ég fékk fyrirspurnir frá ýmsum öðrum en enginn sem féll í þennan flokk.

   Sé horft til yngsta hópsins þá er það í raun eini hópurin sem er rétt að hafa áhyggjur af. Á sama tíma og það er að hrynja í öllum flokkum jókst atvinuleysi þar. Miðað við ástandið er vonlaust að útskýra þetta mikla atvinuleysi í þessum hóp. Vonandi er þetta ekki eitthvað sem er komið til að vera, og er að verða trend fyrir þessa kynslóð.

   Það er að minnsta kosti alveg ljóst að þeir sem vilja vinnu í dag, geta fengið hana.

   Samfélagsmiðlarnir

    Auglýsingamiðlar

    Fyrir skemmstu var umfjöllun um þá auglýsingamiðla sem mest væru notaðir á Íslandi. Nú er ég enginn sérfræðingur í þessum málum en kaupi töluvert af auglýsingum (finnst mér), þótt ég sé ekki að gera það í því magni að ég geti verið með fólk í vinnu í því.

    Niðurstaðan virtist vera að íslensk fyrirtæki væru ekki að nota netið á sama máta og aðrir til að auglýsa. Prentmiðlar hafa verið ráðandi.

    Ég er reyndar alltaf jafn hissa að sjá fyrirtæki sem eru ekki með heimasíður en í dag ætti hvaða rati sem er að geta búið til heimasíðu. Þótt ekki væri nema “nafnspjald” á netinu sem hægt er að leit að og finna. Menn þurfa ekki að standa í sömu samkeppni hér eins og erlendis þar sem þúsundir aðilar eru að berjast um sömu leitarorðin. Oftast þarf engin sérstök trikk, bara vera með dótið þarna og einhver finnur það.

    Það í sjálfu sér dregur líka úr þörfinni að auglýsa. Flestir nota Google og ef vörurnar mínar koma ofarlega er minni þörf á að greiða einhverjum fyrir birtingu á neitnu.

    Í fjölda eru flest fyrirtæki lítil á Íslandi. Þða er sjaldan sérstök þekki til að búa til auglýsingar. Blöðin hafa flest boðið upp á lausnir á öllum sviðum, alveg f´ra Smáagulýsingu og yfir í heilu síðurnar. Það hefur því ekki þurft neina sérþekkingu, sem sést ágætlega inn í blöðunum. Fréttablaðið er oftast með nokkrar síður af smáauglýsingum frá fyrirtækjum og einstaklingum.

    Einhvern veginn hefur eini vefmiðill sem hefur náð þessu verið Bland. Aðrir miðlar hafa ekki almennilega náð að molar eru brauð og náð að byggja upp einfaldar sjálfvirkar leiðir fyrir minni aðila. Á sama tíma hafa auglýsingar á netinu verið dýrar og í raun ekki í samræmi við verðmæti þeirra. Annað er að mælingin er vandalega mjög gegnsæ og augljós. Ef ég auglýsi í héraðsfréttablaðinu NNN þá veit ég ekki beint hvort sú auglýsing skilað sér í krónum og aurum, en með netinu er hægt að mæla þetta nákvæmlega án þess að hafa neina sérstaka þekkingu.

    Á tímabili var hægt að notast við Spoton, sem bauðst til að vera milliliður fyrir aðila en ég get ekki séð að það sé enn við líði.

    Á meðan það er ekki skynsamlegt verð í boði eða skynsamlegar leiðir, þá höldum við liklega áfram að auglýsa í blöðum, en nota svo Facebook og Google til að auglýsa. Það eru enn bara nokkrir smellir.

    Samfélagsmiðlarnir

     Tryggingagjald

     Tryggingagjald telst til svokallaðra launatengdra gjalda, en það eru þau gjöld sem launagreiðendur, þ.m.t. sjálfstætt starfandi menn, greiða vegna launakostnaðar við atvinnurekstur. Önnur launatengd gjöld í staðgreiðslu eru markaðsgjald og gjald í Ábyrgðasjóð launa, en þau eru innheimt í staðgreiðslu samhliða innheimtu tryggingagjalds. Í framkvæmd er markaðsgjald og gjald í Ábyrgðasjóð launa gefið upp sem hluti af tryggingagjaldi. Á staðgreiðsluárinu 2015 er tryggingagjaldshlutfallið samtals 7,49%. Þar af er tryggingagjaldið sjálft 6,04%, atvinnutryggingagjald 1,35%, og síðan bætast við gjald í ábyrgðasjóð launa (0,05%) og markaðsgjald (0,05%).

     Launagreiðendur eru sem sagt að greiða 7,49% til að standa undir atvinnuleysiskerfinu (heildarlaun + stofn til viðbótarlífeyrissjóðs). Álag sem var aukið þegar atvinnurekendur þurftu að taka á sig auknar byrðar í kjölfar hrunsins. Fyrir hrun var þetta gjald var um 5,3%. Þótt það væri erfitt fyrir atvinnurekendur, þá stóðu menn saman og sættu sig við þessa hækkun. Einhvern lækkun hefur átt sér stað á þessu gjaldi er enn langt í land að nálgast það sem gjaldið var.

     Það virðist vera augljós staðreynd af aðstæðum að það er ekki mikið atvinuleysi og umhugsunarefni að lesa fréttir eins og þessa. Miðað við að það fæst ekki fólk til vinnu og allt bendir þess að við séum komin á næsta þennsluskeið hvað þetta varðar.

     Það er því stórundarlegt að þetta gjaldi skuli ekki lækkað. Á samatíma og það er verið að leiðrétta laun eftir hrun, þá þarf ríkið að skila sínu til baka og draga þannig úr þennsluáhrifum.

     Samfélagsmiðlarnir