Biskup í Bullinu

Það er ekki hægt annað en að vera gapandi á Frú Biskup Íslands þessa dagana. Fyrir nokkrum dögum ákvað biskup að hafna vali valnefndar Seljakirkju, þar sem 9 af 10 studdu vinsælan prest sem hefur starfað í kirkjunni. Rökin voru þau að það væri verið að brjóta jafnréttislög, því jafnhæf kona var á meðal umsækjanda.

Þarna var reyndar ekkert tillit tekið til þess að 9 af 10 valnefndarinnar vildi fá prestinn og það var öllum ljóst að presturinn nyti vinsælda hjá íbúanna. Raunar svo mikilla vinsælda að illa kynntur fundur skipulagður af nokkrum stuðningsmönnum prestins stútfyllti kirkjuna og mörg hundruð manns mættu. Líklega eins dæmi í seinni tíð að prestu njóti slíkra vinsælda. Það þykir kraftaverk að fá nokkra tugi íbúa til að mæta á íbúafundi, hvað þá mörg hundruð og þarna var nú bara stuðningsfundur en ekki framboðsfundur.

Í ljósi nýfundins vilja bisskups til að vinna með jafnréttislögum (sem í sjálfu sér er gott og blessað), þá stendur maður á öndinni þegar hún ákvað að ráða karl prest í Hátteigskirkju. Þar sóttu 19 manns um embættið. Þrátt fyrir að 4 ágætar konur hafi sótt um embættið, telur bisskup þær óhæfar miðað við karlinn.

Kirkjan hefur lengi haft það orð á sér að vera klíkusamfélag, þessi biskup lofaði breyttum tímum. Því miður virðist ekkert hafa breyst. Þessi bisskup virðist vera algjör vonbrigði, og með slíkum bisskup skal engan undra að það haldi áfram að grafa undan kirkjunni.

Samfélagsmiðlarnir

  Á morgun kýs ég D

  Á morgun kýs ég í fyrsta skipti án þess að tilheyra flokk. Ólíkt mörgum ágætum mönnum yfirgaf ég minn gamla flokk nokkuð hljóðlaust af ástæðum sem höfðu ekkert með stefnu flokksins í Evrópumálum að gera.

  Ég ákvað í ljósi þess að vera flokklaus að vera með eins opin huga og ég mögulega gæti, en þó með þeim augljósu afmörkum að ég er sá sem ég er. Ég hætti ekki að vera hægrimaður þótt ég gengi úr flokknum, þótt ég hafi í raun aldrei nennt að vera í þessum stöðugu flokknum. Ég hef þó alltaf sagt að ef ég hætti í Sjálfstæðisflokknum myndi ég kjósa VG, þetta væru einu flokkarnir sem vissu hvað prinsipp væri. Hvorugur hefur staðið það – Steingrímur sá til þess að ég mun aldrei, aldrei treysta VG.

  Eftir að hafa hlustað á oddvitana í kvöld, þá mun atkvæði mitt falla eins og það hefur gert hingað til. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn.

  Það var nánast með ólíkindum að hlusta á þessa oddvita. Áhugaleysið og þeim hverfum sem eru austast er algjört og þeim vandamálum sem snúa að þeim hluta borgarinnar. Ég á bíl og vil geta farið leiðar minnar á honum, um leið er það engin andstæða við hjólreiðar. Borgin á ekki að standa í rekstri leiguíbúða, en búa til aðstæður svo að einkaaðilar geti byggt og svo framvegis.

  Þrátt fyrir allt og þrátt fyrir að mér sé meinilla við Flokkinn þessa dagana, þá ætla ég að kjósa D. Hann er eini kosturinn fyrir okkur úthverfa fólkið.

  Það er kannski erfitt fyrir suma að átta sig á þessu, en ég vil búa þar sem ég bý. Hvorki fjárhagsástæður eða neyð hafði áhrif á val mitt.

  Samfélagsmiðlarnir

   Vangaveltur um Facebook

   halldor halldorsson sjalfstaedisflokkurinn

   Í kvöld bað Halldór Halldórson, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins mig um að vera vinur sinn á Facebook.

   Ekki flókið mál eða hvað? Ég þurfti samt að hugsa og úr urðu vangaveltur.

   Mér líkar ágætlega við Halldór. Eða ég held það. Við þekkjumst samt ekkert. Jafnvel þótt það hafi kippt aðeins í egóið að hann bað mig (er það ekki alltaf betra að vera beðinn?), þá á endanum höfum við aldrei svo mikið sem yrt hvor á annan.

   Ég er nefnilega með reglu, sem ég hef haldið fáránlega stíft. Ég á engan vin á FB sem ég myndi ekki heilsa ef ég hitti á götu. Við þurfum ekkert endilega að fallast í faðmlög, en ég þarf að vilja heilsa viðkomandi, nikka til, sameiginlega gjóa augum… eitthvað sem gerir það að verkum að viðkomandi er ekki bara ramdom óþekktur maður.

   Svo fáránlega hef ég haldið í þetta, að þegar ég hitti Pétur Blöndal í röð í Byko og hann þóttist ekkert vita hver ég var (þótt við höfum unnið fullt sama), þá var bara eitt að gera. Ég fór beint heim og eyddi honum af FB (ef ég hefði haft FB – app hefði ég gert þetta á staðnum). Harkaleg aðgerð? Klikkað? Já, og Já. En mottó er mottó. Pétur fór beint á haugana. Hann er prinsipp maður og hefði stutt mig í þessu.

   Þetta er samt ekki mikil skilyrðing. Ég hef skrapað saman tæplega 700 vinum, þrátt fyrir reglulegar hreinsanir. Ég veit hvaðan ég þekki hvern og einn og hvernig ég þekki viðkomandi. Oft er þetta úr félagstarfi, náminu og svo auðvitað fjölskyldan.

   Svo kemur milljón dollara spurningin sem poppaði upp í hugann í kvöld: Af hverju þessi regla?
   Sumir safna vinum eins og þeir eigi lífið að leysa og svo verður þetta svona typpakeppni (það má enn segja typpakeppni?). Sá sem á 100 vini er örugglega skrýtinn, 2000 vina-gaurinn hlýtur að vera stórmerkilegt eintak.
   Mér hefur alltaf fundist töluverð vermæti í þessum vinum. Facebook er leið til að fá fréttir af fólki, góðar og slæmar. Mér hefur fundist ég vera að gefa lykilinn að einhverju persónulegu, sem skiptir mig máli hver hefur.
   Samt þegar ég skoða hvað ég skrifa, þá eru flestar stöðuuppfærslurnar eru svipaðar og það sem er hérna. Skoðun en bara í mun styttra máli. Svo misgóðir brandarar, sem mér sjálfum finnast fyndnir en líklega fáum öðrum.

   Seinasta færsla sem gæti verið persónuleg var fyrir 32 uppfærslum síðan. Hún var samt ekki meira leyndarmál en svo að ég deildi henni á opna Instagram reikningnum mínum, og var mynd af frændum mínum. 20 færslum áður var sú næsta, einnig myndir af Instagram.

   Niðurstaðan er líklega að ég er ömurlega lélegur „facebookari“ og deili nánast engu persónulegu. Sá sem les facebook er nánast engu nær um mig, fyrir utan það sem viðkomandi gæti lesið hérna. Ég ætti kannski frekar að það skuli vera til alvöru fólk sem vill vera vinur minn og íhuga hvaða drasli ég dæli yfir umheiminn.

   Ég þarf líklega að verða betri Facebookari, þangað til er varla nokkur ástæða til annars en að hleypa Halldóri inn.

   (Það þarf vonandi ekki að taka fram að þessi pistill er skrifaður í léttum tónum)

   Samfélagsmiðlarnir

    Bloggherinn og nátttröllin

    Mikið var ég kátur að Guðni Ágústsson ákvað að hætta við framboð, eftir að hafa séð hann í Sunnudagsmorgni Gísla Marteins. Ekki vegna þess að Guðni er gamall og megi því bara ákveða hvað hann fái í morgunmat (eins ónefndur grínisti talaði um), heldur vegna þess að hann er gamaldags. Á þessu er mikill munur.

    Guðni þykir fyndinn og hefur stöðu fyrirbrigðis eða krútts. Guðni hefur gott vald á tungunni og á auðvelt með að búa til orðaleiki, sem hann getur spunnið í kringum. Innihaldslausir frasar og orðaleikir er svo megin innihald þess sem er sagt. Það er hending er spurningum er raunverulega svarað. Þátturinn í dag var ekkert öðruvísi. Þessir gamaldags stjórnmálamenn halda að þeir geti sagt hvað sem er og komist upp með það, gert hvað sem er og komist upp með það og potast fyrir hvern sem er og komist upp með það.

    Guðni er ekki einn, alþingi var fullt af þessu fólki og alþingi er fullt af þessu fólki. Í öllum flokkum.

    Guðni var í þættinum í dag brjálaður út í svokallaðan „bloggher“. Fólk sem skrifar á netið og leyfði sér að skrifa um Guðna. Það var dálítið merkilegt að í öllum þessum fordæmingum, þá minntist Guðni ekkert á það sem var skrifað. Fannst Guðna ekki þess vert að sverja af sér brandara um „tussunna á henni Hönnu Birnu“ og „bólförum Sóleyjar Tómasdóttur.“? Er þetta kannski hluti af skemmtidagskrá, Guðna Ágústssonar? Guðni fór sem sagt í manninn ekki boltann og grét svo sáran nokkrum mínútum síðar, þegar sama var gert við hans mann. Eins og börnin segja: Spegill Herra Guðni! Spegill.

    Það var ekki „bloggherinn“ sem lét Guðna gera grín að kynfærum og samförum annara stjórnmálamanna. Hins vegar var það „bloggherinn“, sem benti á það og svo voru samfélagsmiðlar sem komu því fyrir framan á nefnið á nánast hverjum einasta Íslendingi. Eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum en tekur í dag örfáar klukkustundir (mínútur). Guðni og hinir sem hafa viljað stjórna umræðunni og mata hvað lýðurinn sér, þola ekki þessar breytingar og skilja þær ekki. Ekki frekar en að hann skildi af hverju fólk vill kjósa um ESB aðild, þótt það sé á móti henni í þættinum í morgun, ekki frekar en að hann skuli nota orðið “bloggher” um þetta, þegar blogg er í mestalagi efnisveita en samfélagsmiðlarnir eru dreifileiðirnar.

    Það er ekki bara miðlunin sem veldur nátttröllunum vanda, það er líka öflun upplýsinga. Við höfum stöðugt betra aðgengi að upplýsingum og ekki bara heima eins og áður, heldur líka á fundum. Spjaldtölvur og snjallsímar gera það að verkum að stjórnmálamenn þurfa að svara spurningum, þar sem spyrjandi úr sal hefur flett upp bullinu. Netið gleymir engu og við getum flett upp áratuga gömlum blaðagreinum.

    Við eigum bara eftir að sjá meiri hraða í þessu. Hingað til lands komu náungar sem aldri höfðu komið í innlendum fjölmiðlum, engin eldri en 15 vissi hverjir voru og eina sem þeir gera er að birta myndbönd sem voru 7 sekúndur. Samt slasaðist fólk og bílar eyðilögðust þegar þessir gaurar mættu í Smáralind. Bloggherinn á ekki roð í þetta og því er eina ráðið til Guðna (og svilkonu): Ekki vera fífl, það er eina leiðin. Þegar kemur að upplýsingamiðlun, þá er “bloggherinn” rétt að byrja.

    Samfélagsmiðlarnir

     Skítugu börn Sjálfstæðisflokksins

     Andríki tekur Jórunni Frímannsdóttur fyrir í gær, á þann hátt sem Andríki er líkt.

     „Jórunni Frímannsdóttur hefur um árabil verið treyst fyrir ýmsum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík”

     og svo

     “Úrsögnin lítur því út fyrir að vera tímasett í þeim eina tilgangi að skaða flokkinn sem treyst hefur Jórunni til ýmissa verka. Takist Jórunni það er það ekkert nema vatn á myllu vinstriflokkanna því ekki er öðrum hægriflokki til að dreifa.”

     Samkvæmt Andríki þarf því greinilega að vanda valið hvenær fólk segir sig úr Sjálfstæðisflokknum. Fólk virðist ekki einu sinni mega segja sig úr flokknum til að stofna sinn eigin flokk með vinum sínum. Varðandi vatnið á mylluna, þá er það nú reyndar þannig að fólk sem yfirgefur flokka, gerir það vanalega af ástæðu og er ekkert sérstaklega að hugsa um hagsmuni flokksins sem það fór úr. Jórunn gerði það eina heiðarlega, þegar hún hafði ákveðið að hætta; fara strax.

     Ég hef reyndar mun meiri skilning á skoðunum Andríkis en þeirra sem fagna úrsögn þessara fyrrverandi félaga okkar úr flokknum. Það er nefnilega gott fyrir flokka að hafa virka meðlimi. Ýmsir hafa kallað þetta grisjun, svona eins og þeirri sem Maríus dýragarðs-gírafi lenti í. Svona til að halda stofninum hreinum. Aðrir hafa kallað þetta gott detox fyrir flokkinn, enda þetta fólk sjálfsagt algjört eitur í hugum sumra. Að lokum eru þeir sem telja að fólk sem “að geti ekki fellt sig við lýðræðislega stefnumótun landsfunda”, eigi að láta sig hverfa. Ég hvet þá hina sömu til að lesa álykanir landsfunda og segja óhlæjandi að þeir styðji allt sem þar standi.

     Ég skil ekki fólk sem finnst það vera fengur að losa sig við meðlimi úr flokknum. Er það vegna þess að stefnan verði hreinni? Svo menn rífist minna á landsfundum? Svo fundirnirnir verði skemmtilegri? Það hefur nú einu sinni verið gæfa flokksins að vera breiðfylking fólks með svipaðar lífsskoðanir þótt menn séu ekki sammála í öllu. Grasrót flokksins hefur verið verðmætasta eign flokksins, þótt í bókum flokksins heiti það Valhöll. Báðar þessar eignir hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár.

     Eins og menn drekktu Valhöll í skuldum án þess að forystan hafi haft nokkurn áhuga á að taka á því máli eða upplýsa (að því er virtist), þá hefur ekkert heyrst frá forystunni varðandi þetta mál. Kannski hún taki þessu fagnandi? Telur forystan detox, grisjun eða hvað menn kalla þetta sé flokknum bara góð?

     Samfélagsmiðlarnir

      Gölluð greining á fylgistapi

      Gísli Marteinn kemur fram þessa vikuna af miklu kappi og virðist hafa mætt í annan hvern fjölmiðil. Hann hefur komið fram með greiningar um lélegan árangur Sjálfstæðisflokksins í skoðanankönunum, skoðanir sem eru eru svo sem ekki nýjar hjá Gísla. Ég skil raunar ágætlega hvert Gísli er að fara með þessu, hins vegar verður þetta dálítið skrýtið þegar Gísli fer að rekja fylgistapið til bílaborgarstefnu Sjálfstæðisflokksins.

      Það þarf ekki að skoða bílaborgarstefnuna lengi til að sjá að þetta getur ekki verið annað en algjört rugl hjá Gísla. Í kringum 20% íbúa býr á svæði þar sem bíllaus lífstíll gæti hentað í dag (og þar er fylgið lægst), tæplega helmingur á svæði þar sem slíkt er illmögulegt (þar er fylgið mest). Svo á þetta að hafa einhver úrslita áhrif á fylgi flokksins?

      Þvert á móti tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki tapað fylgi vegna þess að hann var að berjast fyrir einum hópnum en ekki hinum. Flokkurinn tapaði fylgi vegna þess að hann kom út eins og marghöfða dreki sem vissi ekkert hvert hann var að fara. Hlutur Gísla var þarna fyrirferðarmikill og hann ber því sína ábyrgð á lélegu fylgi. Það hefur oft verið erfitt að greina mun áherslum Sjálfstæðisflokksins og þeim sem Besti /Samfó hafa verið með. En aðalega hefur verið erfitt að átta sig á raunverulegri stefnu flokksins.

      Í stað þess að flokkurinn kæmi svo margbrotin fram og í stað þess að Gísli liti bara út fyrir að hafa áhuga mjög takmörkuðum hlutum var ekki hægt að sameina þessar fyrirætlanir? Getum við virkilega ekki búið í borg þar sem auðvelt er að búa án bíls ef þú óskar þess en getur líka átt heima í hverfi þar sem þú getur farið á bílnum í vinnuna?

      Það hefur enginn sagt að hugmyndir um bíllausan lífstíl eigi ekki rétt á sér. Það eru mjög góð og gild rök að við eigum að stefna í þá átt. Við eigum bara ansi langt í land með að ná þangað. Random breytingar um borgina munu engu breyta þar um. Óbeinar þvingunaraðgerðir munu aldrei skila tilætluðum árangri. Það væri þá nær að taka fyrir minni svæði og ganga lengra. Það þarf að taka eitt skref í einu og átta okkur á því að við getum ekki steypt alla í sama mót – Við bílistarnir þurfum líka að leggja okkar lóð á vogaskálirnar – ég þarf líka að sætta mig við að ég get ekki tekið bílinn hvert sem ég vil. Við þurfum að gera þetta í sátt og samlyndi við alla en ekki þar sem einn hópur er á móti öðrum.

      Ég var í raun hissa á því að hversu fáar góðar hugmyndir komu fram í prófkjörsbaráttum flokkanna. Hvar voru alvöru hugmyndir um rafmagnslestir? Hvernig sjáum við miðbæinn þróast? Ég sá einhvern segja fram frábæra hugmynd um að opna aftur lækinn í Lækjargötu en í alvöru mátti ekki sleppa bílnum? Hvað með að lágmarka óþarfa fólksflutninga, með frekari samtvinnuð íbúða og atvinnusvæðis. Hefur einhver minnst á borgarmatjurtagarða? Það þarf margt annað að koma til en þvinga miðaldra karla í Grafarvogi að fara á hjólið til bæta borgina.

      Ef menn ynnu nú í alvöru að því að sameina þessar hugmyndir og hugsa fram á veginn, þyrfti Gísli kannski ekki að óttast að lenda í því að leiða lista sem hann vildi ekki sjálfur kjósa. Þegar allt er á botninn hvolft höfum við sem búum í úthverfunum varla annan kost í dag en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Eins og staðan er þá er bílaborgarstefnan eina skynsama stefnan sem er í boði fyrir okkur, allar hinar sem boðið er upp á í dag miða að því að þvinga burtu bílinn með góðu eða illu án þess að bjóða okkur upp á aðra raunverulega kosti en reiðhjólið.

      Samfélagsmiðlarnir

       Gagnalekinn – dauf viðbrögð Vodafone

       Það hefur nákvæmlega ekkert komið frá Vodafone sem hefur gert það að verkum að trú á fyrirtækinu hafi aukist. Engum af þeim spurningum sem ég setti fram í gær hefur verið svarað. Það versta við þetta er að líklega kemur þetta ekki til með að skipta neinu máli fyrir fyrirtækið. Það kæmi mér verulega á óvart ef einhverjir ákveða að hætta hjá fyrirtækinu. Það kæmi mér meira að segja á óvart að háttvirtur utanríkisráðherra færi frá því þrátt fyrir skaðað orðspor í kjölfarið. Ég á alls ekki von á því að neinn muni heldur ákveða að taka pokann sinn hjá fyrirtækinu (og ég er ekki að hvetja til þess heldur).

       Íslendingar eru bara þannig þenkjandi. Fyrirtæki hafa því miður einnig haldið of lengi að þau myndu komast upp með slæleg vinnubrögð í öryggismálum.

       Þegar félagatal Samfylkingarinnar í Reykjavík gekk manna á millum seinasta haust, var engin sem brást við. Ekki einu sinni Samfylkingin sjálf, ég heyrði aldrei af því að reynt hafði verið að stöðva drefinguna eða kanna það hvaða sá leki kom. Að minnsta kosti ekki opinberlega. Þetta var þrátt fyrir að allir sem höfðu á því áhuga hefðu getað sótt félagatalið á opnum vefsvæðum. Ég minnist þess ekki einu sinni að hafa séð skrifað um þetta í fjölmiðlum, þótt án efa það hafi verið vitneskja um þetta hjá þeim. Á sama tíma var slegið á putta Landsbókasafn Íslands fyrir að leka 80 ára gömlu félagatali kommúnista. Annað var rafrænt en hitt á pappír.

       Það er alveg ljóst að það þarf að eiga sér viðhorfsbreyting, þegar kemur að meðferð rafrænna upplýsinga og fyrirtæki þurfa að sinna heimavinnunni sinni mun betur hvernig farið er með gögn og hvar þau eru vistuð.

       Vodafone hvatti fólk til þess að sækja ekki þessi gögn, en það var bara til þess að hella olíu á eldin. Skrárnar höfðu verið sóttar tæplega 10 þúsund sinnum af torrent frá því í gær, það er fyrir utan aðra miðlun frá þeim sem sóttu skrárnar beint eða miðluðu sín á milli. Það eru því tugir þúsunda sem hafa annað hvort séð þessi gögn eða eru með þau hjá sér. Þessir aðilar hafa nú aðgengi að tugum þúsunda persónugreinanlegra lykilorða og auðvitað tugum þúsunda SMS – skilaboða. Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir alvarleika þessa eða í gær þegar fólk var hvatt til að breyta lykilorðum sínum, það hafi áttað sig á að það átti við á öllum þeim stöðum sem það hafði samnýtt lykilorð með Vodafone. Það er í raun með ólíkindum að fyrirtækið hafi geymt þessi lykilorð annars vegar ódulkóðuð og hins vegar dulkóðuð (og það á fagmanlegan máta, þar sem þeir dulkóða ekki lykilorðin beint). Ef fólk er að nota sama lykilorð á fleiri stöðum er því leikur einn að brjótast inn á þá staði og sækja meiri upplýsingar (t.d. Facebook).

       Út af fyrir sig eru einu jákvæðu fréttirnar í raun að það kom á óvart þegar þessi lykilorð voru skoðuð, að þau voru bara alls ekki það slæm (eða jafn slæmt og ég bjóst við). Þetta er líklega stærsti leki á íslenskum lykilorðum sem hefur lekið og gefur tækifæri til að rannsaka lykilorðin, bæði fyrir þá sem vilja misnota og þá sem hafa akademískari athugun á lykilorða notkun Íslendinga (ég hef lengi haft þennan akademíska áhuga). Af þessum 21 þúsund ódulkóðuðu lykilorðum sem láku, þá má sjá að 123456 var bara notað 15 sinnu í töflunni, fjölbreytileikinn var líka ansi mikill því endurtekningar á sama lykilorði (sama lykilorð notað ofta en einu sinni) voru bara í innan við 1% tilfella. Meðallengdin var líka ágæt eða 8,5 stafir en ef gæðin eru metin mtt. til gæða lykilorðsins (blanda af stórum, litlum stöfum, táknum, fjölbreytleika tákna, lengd) fengju þessi lykilorð tæplega 3 af 10 mögulegum. Í ca. 10% tilfella er lykilorðið orð og svo bæt nokkrum tölustöfum aftan við (123 kemur þannig fyrir í yfir þúsund lykilorðum). Þótt fáir hafi líklega talið mjög mikilvægt lykilorð væri um að ræða, þá er ljóst að það er hlutverk okkar sem neytenda að velja okkur sterk lykilorð og hugsa um okkar eigið öryggi.

       Samfélagsmiðlarnir

        Vodafone – bara toppurinn á ísjakanum?

        Það hefur verið nokkuð merkilegt að fylgjast með viðbrögðum Vodafone í morgun eftir tölvuárásina. Fyrstu viðbrögð virtust vera að engar trúnaðarupplýsingar hafi komist í hendur hakkarans, en síðar kom í ljós að það var alls ekki rétt. Það eitt og sér dregur úr trúverðugleika fyrirtækisins, þar sem ljóst má vera að þeir vissu ekki sjálfir hvaða gögnum var stolið (eða enn vera þeir ætluðu að ljúga til um það).

        Hvernig má það vera að fyrirtækið vissi ekki hvaða gögnum var stolið? Er það vegna þess að þeir vita ekki hvaða upplýsingar þeir eru að vista á framlínu vefþjón hjá sér? Eða hversu innarlega komst hakkarinn á kerfin þeirra? Er það mögulegt að þessi hakkari hafi komist inn í mun viðkvæmari kerfi fyrirtækisins? Ef þeir vissu ekki um hvaða gögnum var stolið, er hægt að treysta því að þeir viti inn í hvaða kerfi var farið?

        Úr því það er farið að spyrja, þá má spyrja hvernig fyrirtækið standi gagnvart árásum á símakerfin sín? Undanfarið höfum við séð töluverða umfjallanir um hvernig ríkisstjórnin er hætt að þora að fara með síma inn á ríkisstjórnarfundi (vonandi öll nettengd tæki), Rússar telja líkur á að Kínverjar stundi hér iðnaðarnjósir og víst má telja að hér eigi sér stað mun meiri njósnir en við gerum okkur grein fyrir. Það er því eðililegt að spurt sé um varnir símafyrirtækisins og símkerfa þess. Það á þá ekki bara við um símtöl, heldur öll rafræn samskipti í gegnum síma og samskipti símstöðvar og símtækis, dulkóðun, og stillingum símans. Þótt fæst af því sem ég segi í símann geti flokkast sem trúnaðarupplýsingar eða eitthvað sem ég vilji ekki að hakkari geti heyrt, hins vegar eiga sér stað samtöl allan daginn á milli aðila sem eru að stunda viðskipti eða meðhöndla viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota í höndum rangra aðila.

        Með uppljóstrunum Snowden, hafa komið í ljós gríðarlegur áhugi leyniþjónusta á hlerunum og úrvinnslu gagna. Stórfyrirtækin í Bandaríkin hafa upplýst um ítrekuð innbrot frá Asíu og njósnir, undanfarið hafa komið í ljós geta þessar aðila til að komast fram hjá og brjóta dulkóðanir. Menn telja að þessar árásir komi frá kínverska hernum, en það er ekki vitað. Færni hakkara hefur stöðugt aukist og aðferðir til að græða á upplýsingum hefur færst í vöxt. Vírus-iðnaðurinn er löngu hættur að snúast um að hrekkja notendur og tengist alltaf meira skipulagrðri glæpastarfsemi (eða stofnunum). Í tilfelli tyrkneska hakkarans var þetta “heist”, ein innrás og svo blasta því svo. Mun hættulegulegri árásirnar eru árásir sem eiga sér stað yfir langan tíma, þar sem þessir aðilar gæta þess að fela allar slóðir svo hægt sé að koma inn aftur og aftur án þess að nokkur verði þess var.

        Það er gríðarlega mörgum spurning ósvarað í tengslum við þessa árás, og þeim verður ekki svarað með stuttum óljósum fréttatilkynningum. Meðal þeirra:
        1. Af hverju vissi fyrirtækið ekki hvaða gögn voru tekin?
        2. Hafa aðrir gert sambærilegar árásir án þess að fyrirtækið hafi látið vita af þeim eða vitað af þeim?
        3. Af hverju voru þessi gögn geymd og afhverju voru þau geymd á þannig stað að hætta væri að þeim væri stolið?
        4. Hvernig er öryggi símasamskipta háttað hjá fyrirtækinu? Er hætta á sambærilega árás á símkerfið (ip samskipti eða grunnstöðvar (base stations)?
        5. Hvað ætlar fyrirtækið að gera í framhaldi til að ávinna sér traust hjá viðskiptavinum?
        6. Hvernig er þessum öryggismálum háttað hjá öðrum álíka veigamiklum fyrirtækjum eða stofnunum?

        Það hefur lengi verið mín tilfinning að pottur væri brotinn í þessum málum á Íslandi. Tölvu og samskiptaöryggismál væru langt frá því að vera ásættanleg. Þetta er bara toppurinn af ísjakanum af þeim innrbotum sem hafa átt sér stað á Íslandi. Þetta er ekki bara mál símafyrirtækjanna, heldur verða notendur líka að vera vakandi yfir hættunni. Það er ekki hægt og á ekki að treysta samskiptafyrirtækjunum einum fyrir þessu. Það er ekki sagt til að gera lítið úr samskiptafyrirtækjunum, heldur minna fólk á að það er ekki nóg að kaupa sér fínt þjófarvarnarkerfi og skilja svo lykilinn eftir undir mottunni.

        Samfélagsmiðlarnir

         Bílaleigubransinn – druslubílaleigurnar

         „Afkoman í greininni hefur því miður ekki verið nógu góð undanfarið. Það er ekki síst vegna svokallaðra druslubílaleiga sem starfa um allt land og eru að bjóða verð sem ganga ekki upp rekstrarlega séð. Þetta hefur slæm áhrif á rekstur bílaleiga sem starfa með löglegum hætti,“

         Þetta segir Streingrímur Birgisson forstjóri Höldurs bílaleigu. Ég hef oftast verið sammála Steingrími og fundist hann málefnalegur. Ég skil nákvæmlega hvert Steingrímur er að fara með þessu en hann fellur í þann fúla pytt að setja allar bílaleigur af ákveðinni tegund undir sama hatt (eða hann má skilja á þann hátt).

         Undanfarið hafa komið upp 2 mál í veitingageiranum, þar sem veitingastaðir út á landi hafa verið innsiglaðir og þeim lokað að minnsta kosti tímabundið á meðan veitingamennirnir hafa komið málum í lag. Það eru skúrkar í veitingageiranum en það er ekki hægt að afskrifa ákveðin geira bara vegna þess að 2 stöðum hefur verið lokað.

         Stóru bílaleigurnar eru með um 10 þúsund bíla af 12 þúsund á markaðnum. Í kringum 120 bílaleigur skipta með sér restinni, sem þýðir að meðal bílaleigan er þá með 15 – 20 bíla. Svo ég grípi enn og aftur til samlíkingarinnar við hótelin, þá væri fráleitt að Icelandair hótel héldi því fram að gistiheimilin stjórnuðu verðlagningunni hjá sér. Það sama á við hjá bílaleigunum, það eru stóru bílaleigurnar sem draga vagninn og ráða verðlagningunni. Hinir fylgja svo á eftir og miða sín verð við þau. Afkoman hjá stóru leigunum hefur heldur ekki verið neitt til að kvarta yfir, þær voru mjög skuldsettar eftir hrun og þeim hefur gengið ágætlega að greiða niður skuldir sínar á undanförnum árum. Tæplega milljarður í hagnað, er ekkert sem menn geta verið að kvarta yfir.

         Ég hef sjálfur komið að rekstri á einni svona lítilli bílaleigu. Við höfum keypt notaða bíla en bara venjulega bíla sem íslenskar fjölskyldur hafa keyrt á. Flotinn hefur verið töluvert yngri en meðalbíll Íslendinga. Fyrir utan það þá höfum við séð til þess að bílunum hefur verið vel viðhaldið og eftir hverja einustu útleigu hefur verið farið yfir þá og þeir prófaðir. Enda höfum við ekki verið meiri bilanir en sem gengur og gerist. Það þarf ekki að taka fram að við höfum alltaf séð til þess að dekkin séu í góðu ástandi.

         Auðvitað eru bílaleigur sem gera hlutina ekki svona og eins og dæmin úr fjölmiðlum hafa sýnt. Vandamálið er ekki tilvist bílaleiga sem bjóða notaða bíla heldur tilvist þeirra sem virðast einskis svífast. Getuleysi stjórnvalda til að stöðva þá aðila sem eru ítrekað að brjóta af sér er með ólíkindum. Jafnvel þótt það hafi komið í ljós að menn væru að leigja út bíla sem voru ekki hæfir til grútarflutninga, dekkjalausir og ótryggðir, þá halda þessar bílaleigur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sum þessara fyrirtækja virðast geta farið svo gott sem árlega í þrott en sprottið aftur upp ári síðar, með nýja kennitölu og bestu bitana úr gamla félaginu. Nú nokkrum vikum eftir ítarlega umfjöllun fjölmiðla um eina ákveðna leigu virðist sú leiga enn vera starfandi og þessi umfjöllun virðist smá truflun í rekstrinum.

         Vandamálið við rekstur á bílaleigum hvort sem það er hjá “druslubílaleigunum” eða “drossíubílaleigunum” er ekki tilvist hvors annars. Hún snýr að stuttu tímabili, leigurnar leigja 85 – 90% færri bíla yfir vetrarmánuðina miðað við sumrin. Hitt sem skort hefur verulega umræðu um er ástand vega, hvort sem um er að ræða gamlan eða nýjan bíl þá eru þessir bílar lamdir sundur og saman á vegum sem helst ættu að vera lokaðir nema fyrir dráttavélar.

         Ég held að menn ættu frekar að einblína á hvernig er hægt að loka hjá skúrkunum, koma gæðunum upp, hvernig er hægt að auka leigutímabilið og bæta ástand vega. Það væri mun farsælla en gangkvæm skot á milli aðila.

         Samfélagsmiðlarnir

          Nettröllin – enn á ferðinni

          Vigdís Hauksdóttir bendir á að eitt nettröllið sem hefur ráðist harkalega gegn henni er alls ekki til. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að viðkomandi hefur búið til gervimann á Facebook og farið svo að stað.

          Maðurinn Eiríkur Magnússon er nefnilega skemmtilega líkur Leif Ove Andsnes. Reyndar er hann ekki bara líkur honum, því svo virðist sem Leif hafi gerst svo ósmekklegur að stela mynd af viðkomandi.

          Fyrir um ári síðan benti ég á sambærilegt dæmi, þá hafði mynd verið stolið. Sá hafði reyndar ekki fyrir því að þurrka burtu vatnsmerkið á myndinni.

          Maður þarf svo sem ekki að leita lengi til þess að finna einstaklinga sem eru örugglega tilbúnir. Stundum trúir maður reyndar ekki öðru en að viðkomandi séu það. Það getur oft verið mjög erfitt að átta sig á því hvort viðkomandi er alvöru persóna eða nettröll. Oft eru algengar vísbendingar:

          1. Hann á fáa alvöru vini (fyrir utan pólitíkusa og fyrirtæki sem samþykkja alla).
          2. Myndirnar af viðkomandi eru fáar, virðast uppstilltar og sjaldan með vinum.
          3. Nánast engar upplýsingar eru opinberar (public), og þær sem eru er erfitt að rekja til viðkomandi.
          4. Heitir algengu nafni, sem er erfitt að rekja til ákveðins einstaklings.
          5. Engin augljós virkni utan að skrifa athugasemdir, vinir eru ekki að taga eða senda skilaboð.

          Það mætti telja fleira til.

          Ég var búin að taka eftir skrifum þessa Eiríks, (enda skrifin með ólíkindum) og þar var augljóst að viðkomandi væri slíkt nettröll. Maðurinn á 2 vini (1), heitir algengu nafni (4), Engar myndir utan prófíl myndar(2), byrjar á Facebook með því að skrifa athugasemdir við aðra hverja frétt og nánast undantekningalaust eru skrifin níður um stjórnmálamenn. Karakterinn varð til fyrir ári en er lítið notaður og þegar hann er virkur þá er það í törnun.

          Það er hins vegar fráleit hugleiðing að einhver fái greitt fyrir þetta. Þetta er einstaklingur að fá útrás og séu skrifin skoðuð sést að það er ekki bara Vigdís, þótt hún fái sitt. Hann hefur skrifað um marga aðra en Vigdísi og með fullri virðingu fyrir Vigdísi veit ég ekki um neinn sem væri til í að borga fólki fyrir slík skrif gegn henni. Hún er fullfær um að koma sér í eigin vandræði.

          Það er í raun tilgangslaust að berjast við þessi nettröll. Þetta eru karakterar sem eru búnir til, til þess að eyðileggja. Þeir eru að standa að baki þeim telja að þeir séu að gera það í nafnleysi og þeir geti sagt hvað sem er án þess að þurfa að bera nokkra ábyrgð á skrifum sínum. Ekki ólíkt því sem við sjáum t.d. á ringulreiðar-síðunum þar sem netógeð deila sínum innstu hvötum í nafnleysi. Þessir netþrjótar sýna verstu hliðar netsamfélagsins, en því miður ná öflugustu netsíur Ögmundar utan um þessa menn.

          Vefmiðlarnir eru engu að síður ekki “stick-free”. Þeir ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð að fylgjast með umræðunni og eftir bestu getu lokað á þessa einstaklinga. Þótt það sé ekki neitt augljóst kerfi, ætti maður von á að aðrir notendur ættu að geta “reportað” og miðlarnir sjálfir setja upp einhverjar síur. Auðvitað eru það hemlar á slíka umræðu en opinni umræðu fylgir ábyrgð.

          Við megum ekki láta nettröllin eyðileggja opna umræðu á netmiðlum.

          Samfélagsmiðlarnir

           D-vítamín allra meina bót

           XD_BlarÉg hef alltaf verið duglegur að drekka lýsi, enda hef ég mikla trú á D-vítamíni og öðrum göldrum lýsins. Af vafri mínu á netinu áðan fann ég þessa áhugaverðu grein sem staðfestir grun minn. D-Vítamínið er ekki bara gott á þann hátt sem ég hélt, D-vítamín er vörn gegn veirum. Sjá hér í sjálfu læknablaðinu. Svo má auðvitað benda á þessa og þessa.

           Af öðru, svona fyrst það er kjördagur. Ég vona að kjósendur hafi vit á að kjósa þannig að við fáum öfluga tveggja flokka stjórn. Maður veit ekkert hvað þessi stjórn hefði getað gert, en allur kraftur fór í innri deilur og skort á þingmeiri hluta. Meira að segja Katrín var farin að viðurkenna að undir lokin var hún hrein minnihluta stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn sem kom óskaddaður út úr þessu kjörtímabi. Aðal málin sem ríkisstjórnin virtist geta komið í gegn hjá eigin þingmönnum voru einhverskonar gælumál.

           Vonandi sjáum við breytta tíma, hver sem ný ríkisstjórn verður. Við þurfum svo sannarlega að fá fólk sem vill taka á málunum.

           Samfélagsmiðlarnir

            Upplýsingasöfnun á þjóðaratkvæðagreiðslusíðu?

            Ég hef séð nokkra deila síðunni 20.oktober.is á Facebook í dag. Mér sýnist þetta vera fyrirspurnn sem einhverjir hafa sent á þingmenn og svo svör þingmannanna (og ekkert að því).

            Það sem vekur hins vegar upp spurningar er krafan um að fá að tengjast Facebook-til að sjá svörin. Um leið og menn samþykkja Facebook beiðni síðunnar er verið að samþykkja að eigendur síðunnar geti sótt upplýsingar frá Facebook. Krafan sem er gerð er bæði um grunnupplýsingar og netfang, auk þess sem þeir pósta auglýsingu á vegg viðkomandi. Það er ekki víst að fólk átti sig á því hversu viðfangsmiklar þessar upplýsingar eru. Samkvæmt Facebook innihalda þessar upplýsingar:

            “Includes your name, profile picture, gender, networks, user ID, list of friends, and any other information you made public”.

            Þær upplýsingar geta meðal annars innihaldið status uppfærslur, afmælisdaga, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð.

            Spurningin er því hvað ætla þessir aðilar að gera við þessar upplýsingar? Af hverju þarf þessi síða að fá upplýsingar um hverjir eru vinir mínir til þess að leyfa mér að sjá hverjir hafa svarað spurningum viðkomandi?

            Óháð því hvert tilefnið er að þessu sinni, þá er rétt að benda fólki á að skoða hvað það er að samþykkja. Væntanlega (vonandi) er fyrst og fremst verið að nota krafta Facebook í þessu tilfelli og ég hef engar sérstakar grunsemdir um annað en þessir aðilar séu að nota þetta til að dreifa boðskapnum. Engu að síður getur þetta verið mjög fljótt að vinda upp á sig í upplýsingasöfnun.

            Samfélagsmiðlarnir

             Ekki alltaf horfa í gegnum pólitísku gleraugun

             Jón Gnarr rúllaði bolta af stað í seinustu viku, þar sem hann óskaði eftir vorkun eftir íbúafund í Grafarvogi. Af stað fór fjölmiðla- og blogsirkhús, þar sem eitt atriði fundarins var mest í fréttum eða að einn fundarmanna hafði snögg reiðst og kallað Jón nafni sem hann hefði ekki átt að gera. Vissulega var þetta óþarflega harkalegt og dónalegt af viðkomandi en flestir hinna gestanna spurðu bara erfiðra spurninga. Einelti var þetta ekki, en þrátt fyrir að þægilega innivinnan hafi bara ekki verið mjög þægileg þennan dag, var þetta ekki ofbeldi. Jón gat ekki svarað, þrátt fyrir að hafa fengið í lið með sér 7 aðila frá borginni og verið mataður með svör í gegnum Ipadinn sinn, sem hann svo las upp af.

             Í fjölmiðlaumræðunni sem á eftir kom var fyrst og fremst áhersla á stjórnmálaskoðanir viðkomandi sem hafði reiðst á fundinum. Lítið fór fyrir þeim málefnum sem hann hafði gagnrýnt en aðalatriði varð einhvern veginn að hann tilheyrði ákveðnum stjórnmálaflokk. Ekki bara það þá var hann allt í einu orðinn formaður félagsins í hverfinu (þótt hann tilheyri bara 15 manna stjórn).

             En skipti stjórnmálaskoðun hans þarna máli? Hlustaði enginn á það sem hann var að segja? Hann er hluti af hópi fólks sem hefur í mörg ár barist fyrir ákveðnum málefnum í hverfinu, löngu áður en þessi meirihluti komst til valda. Löngu áður en hann varð stjórnarmaður í pólitískufélagi. Hann hefur fylgt þessu máli vel eftir ásamt öflugum hópi. Eins og margir aðrir sem hafa starfað að íbúamálum í Grafarvogi, þá hafa menn komið vel undirbúnir til funda og spurt erfiðra spurninga.

             Í fjölmiðlum var fyrst og fremst horft til stjórnmálaskoðanna mannsins.

             Ég hef sjálfur lent í slíkum dæmum, þótt það virðist vera eftiráskoðun ákveðinna einstaklinga. Það var undirskriftarsöfnunin Börn.is. Málin æxluðust þannig, að ég sat tíma í háskólanum og við hlið mér sat maður sem ég þekkti ekki en var í verkfræðinámi eins og ég. Í einu hléinu fórum við að ræða saman og upp kom að ég virkur í Íbúasamtökum Grafarvogs. Tveimur dögum síðar hringdi hann í mig og bað mig um að hitta sig ásamt nokkrum fleirum í Breiðholti, en á þessum tíma höfðu hitafundir verið í borginni vegna sameininga í grunn- og leikskólum borgarinnar. Ég vissi ekki mikið hvað var um að vera, en hann sagði mér að þau vildu endilega hafa tengingar við sem flest hverfi borgarinnar. Þegar ég mæti á fundinn, þá þekkti ég ekki nokkurn kjaft og sama var uppi hjá hinum sýndist mér. Þetta er þótt ég á þessum tíma hafi þekkt alla formenn og flesta stjórnarmenn hverfafélanna í Reykjavík. Flestir voru að hittast í fyrsta eða annað skipti. Ákveðið var að hleypa af stokkunum undirskriftarsöfnun á léninu börn.is.

             Ég mætti ekki þarna sem sjálfstæðismaður, enginn spurði mig um pólitískar skoðanir mínar og ég vissi ekki um pólitískar skoðanir fólks þarna. Það var ekki það sem skipti máli. Engu að síður vilja aðilar helst mála þetta sem einhverja pólitíska undirskriftarsöfnun, það hentar málstaðnum betur en að að fólk var bara ósátt. Þetta er með ótrúlegri hópum sem ég hef unnið með. Ég minnist þess ekki að hafa unnið áður með svo samhentum hópi á meðan á þessari undirskriftarsöfnun stóð og aldrei var ég spurður hvaða flokk ég kysi, þótt síðar hafi komið í ljós að fleiri deildu mínum pólitísku skoðunum. Því miður lauk samstarfi þessa öfluga hóps og síðunni var lokað en hérna er hægt að skoða síðuna og þá sem stóðu að baki þessu.

             Það er með ólíkindum að fólk sem er skráð í stjórnmálaflokka geti ekki unnið að öðrum málefnum án þess að vera málað út frá stjórnmálaskoðun sinni. Hjá Jóni og félögum sem ætluðu að breyta stjórnmálunum, þá væri óskandi að þetta væri eitt af því sem væri hægt að breyta í umræðunni.

             Samfélagsmiðlarnir

              Nettröllin og staðreyndirnar

              Þessa dagana gengur ansi stórmerkileg verðsamanburður á netinu, sem Vigdís Hauksdóttir vakti upphaflega athygli á. Samanburðurinn sýnir svart á hvítu þær verðhækkanir sem hafa orðið á hjá stærstu lágvöruverslun á Íslandi, ásamt fleiri tölum sem hægt er að nota til samanburðar. Merkilegast samaburðurinn á launatölum. Niðurstaðan er, sama og það sem kemur ekki á óvart, það vantar mikið upp að tekjur hafi fylgt verðlagi.

              Eyjan birtir um þetta frétt og þar fara nettrölinn og „virkir í athugasemdum“ af stað og hakka Vigdísi í sig ásamt því að gera lítið úr samanburðinum. Þvílíkir skítadreifarar margir hverjir, þar sem farið er í manninn en ekki boltann. Vigdís tekur þennan samanburð og birtir hana á netinu ásamt smá pistli. Síðan hafa þúsundir Íslendinga birt þennan samaburð á netinu. Nettröllin hika engu að síður við að ráðast á Vigdísi af mikilli hörku og saka hana um ýmislegt án þess þó að geta bent á hvað það er sem hún á að hafa reiknað vitlaust (sé alveg litið fram hjá því að hún reiknar ekki neitt).

              Samfylkingarbloggarinn Teitur Atlason, sem ætlaði að nýta sér frægð sína á netinu til að komast á Alþingi, virðist nú fluttur til Noregs þar sem hann býðst til að fara í verslun og kanna verðlag í Noregi. Teitur getur svo sem dundað sér við að fara í verslun í Noregi, en hvað segir það okkur? Hann getur allt eins sagt okkur hvort það sé gott skíðafæri og hvort vel veiðist af þorski, eða sem sagt alls ekki neitt. Samfylkingargleraugu bloggarans virðast birgja honum sýn. Mælikvarðinn sem er verið að skoða er þróun launa og verðlags. Karfan í Bónus hefur hækkað mun meira en launin. Skildi þetta hafa verið svo í Noregi?

              Þegar horft er til launanna, eru einhverir sem virðast ekki kunna að lesa eða lesa að minnsta kosti ekki það sem stendur í samanburðinum. Það stendur þarna svart á hvítu hver breytingin er á launavísitölunni er, það stendur líka hver er breyting launa hjá opinberum starfsmönnum. Þetta eru opinberar tölur. Það kemur samt ekki á óvart að þessi nettröll, hafi ekki fyrir því að lesa það sem stendur á myndinni en fullyrða engu að síður að það sé Vigdís sem ekki kunni að reikna. Sama hvernig þessu er snúið við, þá hefur orðið mun meiri hækkun en sem nemur hækkun launa.

              Nokkrir eru duglegir að benda á gengi krónunnar, þeir fá varla nóbelinn fyrir að benda á þá staðreynd, það stendur í samanburðinum. Við erum með krónu í gjörgæslu hjá seðlabankanum, bæði með belti og axlabönd. Samt tekst mönnum ekki að halda henni í skefjum. Það sem verra er, þá erum við með verkalýðshreyfingu sem virðist hafa meiri áhuga á að taka upp annan gjaldmiðil en að vinna með þann sem við erum með í dag. Svo er reglulega sett upp leikrit fyrir okkur, smá sjónarspil svo landsmenn trúi því að verið sé að berjast fyrir hagsmunum okkar. Svo er haldið áfram eins og ekkert sé. Menn geta rætt um hina ýmsa mögulegu gjaldmiðla, en staðan er þannig að við sitjum uppi með krónuna að minnsta kosti næsta áratug, þar heldur seðlabankinn í alla spotta.

              Þessi samamburður er auðvitað ekki heildarsamanburður á neysluvísitölu en hann sýnir samt ansi vel þróunina í stærstu lágvöruverslun landsins miðað við launaþróun. Raunveruleikinn er að það er að það verður á hverjum degi erfiðara að ná endum saman fyrir venjulegt fólk, alveg sama þótt Jóhanna tönglist stanlaust á því hvað við höfum það gott.

              Samfélagsmiðlarnir

               Epískt klúður í prófkjörum Samfylkingarinnar

               Það virðist ætla að verða epískt klúður í kringum prófkjör Samfylkingarinnar, eða kannski ekki… þetta eru kannski bara hefðbundin vinnubrögð.

               Töluverð umræða hefur verið um prófkjörið í Kraganum, þar tók það ótrúlegan langan tíma að telja atkvæðin, sem þó voru að mestu leyti rafræn.  Þeir sem hafa varið þetta hafa ítrekað talað um vafaatkvæði og pappírsatkvæði hafi verið að ræða.  Sömu helgi greiddu fleiri atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum en heildarfjöldi skráðra í Samfylkingina, þar var allt á pappír.   Sem betur fer voru Samfylkingarmenn ekki að telja þau atkvæði, því þá væru þeir líklega enn að.

               Hafnfirðirngar virðast auk þess kenna þessum rafrænu kosningum um hvernig fór fyrir þeim. Menn vilja meina að atkvæðaseðlar hafi ekki borist í ákveðna heimabanka og vilja kanna það. Aftur má spyrja sig af hverju það er verið að halda úti þessum rafrænu kosningum?  Hefur Samfylkingin ekki mannskap til að manna hefðbundna kjörstaði?  Miðað við þáttöku í prófkjörinu þeirra eru það ekki rök, að rafrænar kosningar auki þátttöku.

               Í Reykjavík er ástandið ekki sagt betra, ég hitti á förnum vegi mann sem sagði mér það í óspurðum fréttum að það hefði póstur gengið manna á milli, sem upphaflega hefði verið sendur á forystu Samfylkingarinnar.  Þar væri vefslóð inn á kosningakerfi eins frambjóðandans og nánast gefið upp notendanafn og lykilorð, ásamt leiðbeiningum um hvernig ætti að afrita flokkskránna úr kerfinu. Ýmsir og ekki bara Samfylkingarmenn hefðu nýtt sér tækifærið og ættu nú afrit af flokkskránni.  Menn hefðu jafnvel gantast með að henda þessu inn á eina af þesum nafnlausu síðum – sem þá væri ómöglegt að fjarlægja. Nú hef ég hvorki séð póstinn eða slóðina, en ef satt reynist að forysta flokksins hafi vitað af þessu, er það með hreinum ólíkindum og miklu stærra mál en að einhverjir örfáir einstaklingar hafi mögulega verið skráðir í Samfylkinguna án þeirra vitundar.  Ég er nokkuð viss um að það séu ansir margir sem ekki vilja að það sé upplýst að þeir séu í Samfylkingunni.

               Samfélagsmiðlarnir

                Nýja Ísland segir nei… eða já, af eða á.

                Stefán Ólafsson skrifar grein á Eyjuna, þar segir hann að Nýja Ísland segi Já við tillögum stjórnlagaráðs. Svo flækir hann þetta inn í einhvern stjórnmálabúning og tengir við “gamla Ísland”.

                Ég veit reyndar ekkert hvað þetta nýja Ísland er eða hver gerði Stefán að fulltrúa fyrir þetta nýja Ísland.  Ég veit þó að sú ríkisstjórn sem hinn rammpólitíski Stefán hefur kappkostað við að verja hefur ekkert með nýja Ísland að gera.

                Hvort sem menn eru hlynntir eða á móti tillögunum hafa hóparnir verið alltof duglegir við að grafa skotgrafir og verja svo víglínuna.  Mála myndir eins Stefán er að gera, tengja við hið nýja Ísland og sem sagt ef ég kýs á móti er ég að styðja … búhúhú gamla vonda Ísland.  Aðrir hafa reynt að mála myndina að ég sé á móti beinu lýðræði, kirkjan segir að ég sé á móti þjóðkirkjunni, aðrir segja að með samþykkt sé að trygga inngöngu okkar í ESB og svo framvegis, allt eftir því hvað ég kýs á morgun. Umræðan í aðdragandum hefur verið frekar öfgakennd.

                Ef það er eitthvað sem heitir nýja Ísland,  þá vonast ég til þess að fólk láti ekki sjálfskipaða sérfræðinga eins og Stefán Ólafsson segja sér hvað það á að fara kjósa, heldur kynnir sér efnið og taki afstöðu sjálft.  Nýja Ísland lætur ekki segja sér fyrir verkum. Trúir ekki draugasögum þeirra sem þær eru að segja heldur gefur sér tíma sjálft til að meta tillögurnar.  Það tekur ekki langan tíma og er nokkuð auðlesið og fræðandi efni.

                Samfélagsmiðlarnir

                 Hreyfimyndablogg

                 Fyrst þegar ég sá fyrst svona hreyfimyndablogg, var ég alveg

                 Þegar ég sé hreyfimyndablogg í dag er ég alveg

                 Þetta hreyfimyndablogg er svo maí – eitthvað.

                 Þetta fer að verða ágætt.

                 Samfélagsmiðlarnir

                  Smáauglýsingar

                  dv smaauglysingarSmáauglýsignar eru nokkuð merkilegur söluvettvangur. Gamlir hlutir fá nýtt líf og minni verslanir kynna vörur sínar án þess að fara í gegnum dýrt ferli að auglýsa.

                  Í gamla daga var það DV sem réð þessum markaði. DV var smáauglýsingablaðið en með tilkomu Fréttablaðsins tóku þeir við. Þeir hafa hins vegar lítið sem ekkert sinnt þessum auglýsingamarkaði. Dæmi um hversu illa þeir eru að sinna þessu er að formið sem þeir eru með á netinu, hefur ekki virkað í nokkur tíma og það hefur aldrei verið hægt að skrá myndir (myndin hérna til hliðar sýnir það sem kemur upp, þegar smellt er á skrá smáauglýsignu).

                  Mogginn stofnaði á sínum tíma smáauglýsingavef. Hver sem er gat skráð sig inn á hann og hann náði nokkrum vinsældum, alla vega var nokkuð mikið af auglýsingum á vefnum. Þeir ákváðu síðan að loka vefnum og rukka 500 kall fyrir vikuna. Eitthvað sem fáir eru tilbúnir að greiða, enda hefur vefurinn verið síðan lítið notaður miðað við það sem hann gæti gert. Þeir eru svo með Finnur, ágætt blað sem fer inn á hvert heimili. Blaðið hefur samt náð litlu flugi. Það er eiginlega hálf ótrúlegt að þeir séu ekki að nýta sér sambland af því að vera með öflugan smáauglýsingavef og svo blaðið. Smáauglýsingar eru fáar í blaðinu, þrátt fyrir að vera ódýrara en að auglýsa í Fréttablaðinu. Ein leiðin væri t.d. að bjóða örfáar auglýsingar í blaðinu fríar, tilboð á auglýsingum eða gera smáauglýsingavefinn sinn aðgengilegri.

                  Líklega er sterkasti smáauglýsingavefurinn í dag Barnaland. Það er í raun ótrúlega merkilegt hvernig sá vefur hefur þróast og hversu öflugur smáauglýsingavefur hann er. Það er merkilegt að vefur sem fjallar um börn og umræðan hefur oft verið ansi óvæginn, sé í raun besti staðurinn til að selja gamlar bíldruslur eða Faxtæki.

                  Ef menn svo velta fyrir sér afhverju barnaland er sá vefur sem hefur náð mestum árangri í þessu, er það án efa að vefurinn hefur boðið upp á auglýsingarnar ókeypis. Af hverju að greiða fyrir auglýsingu sem þú færð ókeypis? Eitthvað sem t.d. Kassi.is og Smáauglýsingavefur Moggans komust að. Þeir hafa verið sniðugir og spilað rétt á “fríja” samfélagið, þar sem stærsti hlutinn auglýsir frítt. Lítill hluti notenda greiðir þeim svo fyrir auglýsingarnar sínar. Kannski eitthvað sem mogginn ætti að íhuga.

                  Svona að lokum, þá bíð ég eftir fyrsta íslenska smáauglýsingar appinu.

                  Samfélagsmiðlarnir

                   Afmælisdagur í boði Flugleiða

                   35 ára afmælisdagurinn í boði Flugleiða “and it sucked”. Í stað þess að vera í faðmi vina og fjölskyldu í Svíþjóð, var ég faðmi flugvallarins. Í stað þess að sitja á eðal-veitingastað í Köben, sýg ég vondann ostborgara í boði Flugleiða (fékk 2000-krónu “bætur”). Svona á tímum Facebook, þar sem allir eru jolly eða halda kjafti, ætla ég að segja aftur “it sucks”. Ég er bara drullu fúll yfir því að eyða þessum merkilega degi lífs míns í boði flugfélagsins í stað þess að vera með fjölskyldu og vinum. Þrátt fyrir bros og wink, eru flugvellir fjandi einmanalegir staðir.

                   Ég skil vel að það geti eitthvað komið upp á og sjálfsagt væri ég hressari ef þessum afmælisdegi væri ekki eytt hérna, en ég skil samt ekki afhverju upplýsingar þurfa að vera af svo skornum skammti? Það er frábært að flugleiðir hafa reglulega sent mér SMS og sagt mér hver töfin er. Mikil framför frá því sem áður var, en af hverju segja þeir mér bara ekki hvað er að? Ég finn það heldur ekki á síðunni þeirra, þar stendur sama og ég fékk í SMS-inu, tæknileg villa. En hvað þýðir það? Datt af hjól? Er móða inn á einum glugganum? Var einhver veikur? Af hverju segja þessi flugfélög manni bara ekki hvað það er sem er að?

                   Fyrstu fréttirnar voru að vélin færi í loftið, klukkan 15 en núna 18:20.

                   Já, og ég er nokkuð viss um að ef ég hefði flogið með Iceland Express, hefði ég a. ekki vitað neitt um hvenær ég hefði flogið b. ég hefði orðið af vonda ostborgaranum. Ég er aðeins “pist” út í Flugleiðir en aðalega vegna þess að ég vildi vera einhverstaðar annars staðar en á flugvellinum og þessi 2000 kall hefði allt eins geta verðið “fokk-u”-puttinn, fyrir að ná af mér fyrsta deginum í sumarfríi í nokkur ár.

                   Samfélagsmiðlarnir

                    Hálfsannleikur Stefáns

                    Stefán Ólafsson, prófessor, er duglegur að segja hálfsannleik, þar sem hann birtir helming sögunnar en sleppir úr stórum hlutum sem skipta máli. Þetta gerði hann fyrir hrun og þetta gerir hann aftur núna. Ég var byrjaður að blogga um þetta svar þegar ég sá svar Marinós G. Njálssonar, sem er ansi glöggur með tölurnar (þótt við séum ekki alltaf sammála). Þetta er nákvæmlega það sem ég sagt vildi:

                    “Því miður er Stefán á kafi í talnamengun og hugsanaskekkju.

                    Ein helsta ástæðan fyrir breytingu á skattbyrði er breyting á tekjum. Þetta kom skýrt og greinilega fram í grein Páls Kolbeins í Tíund í júní. Þegar skattbyrðin lækkaði var það vegna þess hve stór hluti teknanna var fjármagnstekjur. Hækkun skattbyrðinnar má síðan rekja til þess að fjármagnstekjur hurfu nánast.

                    Skekkjan í málflutningi Stefáns sést best þegar gerður er samanburður milli ára hjá tekjuhæstu 5%. Árið 2010 greiddi þessi hópur yfir 3,9 m.kr. sem samkvæmt Páli var 10,4% lægri upphæð en 2007! Skattbyrði var hins vegar 17% 2007 en er (skv. Stefáni) 31% 2010. Hvernig getur það verið jákvætt fyrir þjóðfélagið að tekjuhæstu 5%-in greiða 10.4% lægri skatta þó skattbyrðin aukist? Þetta er því slík rökleysa að ég verða að lýsa hneykslan minni á slíku málflutningi. Hvað Stefáni gengur til veit ég ekki.

                    Vonast ég til að Grikkjum takist að fá ríkasta hluta þjóðarinnar til að greiða hærri skatta í evrum í staðinn fyrir prósentum af tekjum. Aukin skattbyrði hefur nefnilega ekkert að segja, ef tekjurnar lækka um 40-50%.”

                    Stéfán birtir nefnilega þessar fínu myndir sínar en gleymir að segja ástæðuna. Það er alveg örugglega glimmrandi gott í hans bókum að misskipting tekna hafi minnkað og að hæstu 10% séu að borga hlutfallslega meira af tekjum sínum, en segja ekki frá því í leiðinni hver ástæðan er og að í raun þýðir þetta að tekjur ríkissins hafi dregist saman eins og kemur fram í grein Páls í Tíund.

                    Það er alla vegana sorglegt að hlusta á Stefán og Ríkisstjórnina telja okkur trú um hvað allt sé gott, vegna þess að tekjuskiptingin hafi jafnast og þeir sem meira eiga séu hlutfallslega að borga meira. Það hjálpar sjálfsagt sálinni hjá einhverjum að vita að við séum að meðaltali öll í sama skítnum.

                    Samfélagsmiðlarnir