Hver gætir varðanna?

Um seinustu helgi birtist ágætt viðtal í Fréttablaðinu, þar sem fyrrverandi lögregla kom fram og lýsti verklagi við hleranir, þar sem hann varð vitni af því að samtöl skjólstæðinga við verjendur sína voru hleruð.

Viðbrögðin komu á óvart. Sú sívinsæla líking að fara í manninn í stað boltans á ágætlega við í þessu tilfelli. Í stað þess að fagna þessum upplýsingum og krefjast breytinga eða að minnsta kosti rannsóknar, réðst fjöldi manns á manninn, fjölmiðilinn og svo líka leiðarahöfund blaðsins (sem ég þekki). Nú seinast í morgun var svo sett nýtt met í lágkúru, þegar Guðmundi Andri Thorsson ræðst að lögreglumanninum persónulega til að draga úr trúverðugleika hans.

Það er raunar viðbrögð sem eru með ólíkindum og vekur spurningar hvort fólk trúi þessu ekki upp á lögregluna eða hvort það tengist þeim mönnum sem mest voru í rannsókn þessum tíma? Það var jú verið að rannsaka “útrásarvíkingana”.

Viðbrögð fólks koma ekki síst á óvart að það er búið að viðurkenna að símhleranir á milli verjanda og skjólstæðings hafi farið fram. Um það verður ekki deilt. Það hefur einfaldlega verið viðurkennt og í kjölfarið var sett af stað vinna til að breyta verklagsreglum. Mér fannst skýringarnar reyndar vafasamar. Það hljómar ekki sennilegt að með nútíma tækni sé ekki hægt að flokka burtu símtöl. Hlustun var ekki í rauntíma og þótt af slysni hafi samtöl verið hleruð, þá hefði kerfið átt að blikka risastórum viðvörunarbjöllum þegar símanúmerin voru í samtalinu voru frá a. Verjanda í rannsókn b. skjólstæðing í rannsókn. Hefði lögreglan sjálf tekið þessa skýringu trúanlegar hefði hún mál til rannsóknar og þessi skýring væri borin upp?

Spurningin eftir stendur er þá:

 1. Hversu víðtækar voru þessar hlerarnir?
 2. Hvaða öðrum brögðum hefur verið beitt sem eru á jaðri hins löglega eða út fyrir hann.

Mér finnst ekki síst seinni spurningin vera áhugaverð. Nefnd hefur verið tækni til að taka yfir tölvur fólks með vírusum. Aðferð sem hefur ekki verið leyfileg hér á landi en hefur verið þekkt erlendis og er í raun skelfilega einföld í framkvæmd. Hefur lögreglan beitt slíkri tækni og þá gagnvart hverjum? Fleiri dæmi mætti nefna eins og uppsetning lítilla hljóðnema, GPS eftirfylgni, innbrot, uppsetning myndavéla eða önnur innbrot í tölvur.

Lögreglan er ekki yfir lög hafin og hún hlýtur að þurfa að beita skynsömum aðferðum við rannsóknir. Það er ekki í lagi að brjóta lög, jafnvel þótt tilgangur sé göfugur. Það er heldur ekki trúanlegt að embætti sem var staðið að því að brjóta reglur, skammti sjálfu sér svo nýjar reglur og þar með sé bara málinu lokið. Upp koma orð sem forsætisráðherra notaði um helgina: Hver gætir varðanna?

Það er heldur ekki í lagi að það fari af stað ófrægingarherferð gegn því fólki sem bendir óeðlileg vinnubrögð. Segjum sem svo að fólkið sem kom þessum upplýsingum á framfæri sé hin verstu dusilmenni, breytir það nokkru ef lög voru brotin og upplýsingarnar sem þau komu á framfæri eru réttar?

Er ekki bara öllum fyrir bestu að þetta sé bara rannsakað og þá komi í ljós hvort menn hafi verið að brjóta
lög?

Samfélagsmiðlarnir

  Deilihagkerfið er ekkert nýtt

  Það er vinsælt að tala um deilihagkerfið þessa dagana. Þetta virðist vera nýjasta æðið og allir (ok, margir) eru að tala um þetta blessaða deilihagkerfi.  Það kemur varla út app þessa dagana nema að það sé með einhverjum deilihagkerfis-fídus. Það eru haldnar heilu ráðstefnurnar hér á landi í kringum þetta hugtak, svo ekki sé talað um í heimum.

  En ekkert er nýtt undir sólinni. Ekki einu sinni sjálfsmyndirnar og alls ekki „deilihagkerfið“ eða hið svokallaða deilihagkerfi.

  Ég skil reyndar ekki af hverju menn eru að tala um þetta sem eitthvað deili. Minn skilningur á því er að minnsta kosti að þegar ég er að deila einhverju er ég ekki að reyna fá greitt fyrir það eða að græða á því. Auðvitað eru undantekningar á þessu, fólk hefur verið að deila mat eða bílferðum. En í flestum tilfellum er þetta bara “business” og ekkert nema “business”. Venjulegt fólk að leita leiða til að drýgja tekjurnar. Þetta því oft eitthvað skilt við gamla heimilisiðnaðinn – þar sem fólk gerði það sem það kunni eða var aflögu fært um til að afla smá auka tekna. Hvort sem það var að baka, prjóna, smíða eða leigja frá sér herbergi.

  Munurinn er hins að með tækninni er aðgengið svo miklu meira en það hefur nokkru sinni verið. Kona sem prjónaði lopapeysu var ekkert að fara að selja hana nema í Kolaportinu eða í gegnum tengslanetið sitt.  Ný tækni skapar byltingu fyrir þessa konu, þar sem hægt að nálgast heiminn án þess að kosta til neinu verulegu. Þetta er því ekki nein menningar eða efnahagsbylting, þetta er tæknibylting.

  Þessi bylting er samt ekkert að eiga sér stað núna.  Hún hefur fyrst og fremst að þroskast og tækinfærunum að fjölga.  Símabyltingin hefur aukið tækinfærin enn frekar og fjölgað möguleikum manna til þess að nýta sér tæknina.  Þegar Ebay var stofnað var það með venjulegt fólk í huga, fólk sem vildi losa sig við drasl úr geymslunni – fyrsta dótið sem var selt var ónýtur leisibendill. Ebay þroskaðist hins vegar þannig að fyrirtæki urðu mikill meirihluti þeirra sem selja.  Sama og við munum sjá með þessa nýju “byltingu”.  Fyrirtæki munu læra að nýta sér það eða öflugir einstaklingar munu ná að nýta sér umrótið til að stofan eigin fyrirtæki.

  Það er því ekki spurning um að „deilihagkerfið sé komið til að vera“,  það hefur verið til um alla tíð.  Þetta er ekki breyting á hugsunarhætti fólks eða spurning um að ný kynslóð sé að umturna öllu.  Þetta er fyrst og fremst hluti af tæknibyltingu.

  Samfélagsmiðlarnir

   Ekki-fréttir um álag vefja

   Það eru ekki fréttir að vefir ráði ekki við álag.  Punktur.

   Í flestum tilfellum er þetta bara ódýr PR -trikk og verður það áfram á meðan blaðamenn birta þessa vitleysu.

   Ef vefur hrynur út af álagi í dag, þá er það ekki fréttamatur heldur fyrst og fremst áhyggjuefni og spurnig að fyrirtækið athugi með að skitpa um vefstjóra eða hýsignarfyrirtæki.

   Líkurnar á að vefsíða iSíma hafi hrunið eru álika miklar og bloggið mitt hrynji við að lestur þessa bloggs.

    

   Samfélagsmiðlarnir

    Að blása ungu fólki von í brjóst

    Atvinnuleysi er ekkert grín, ekki frekar en hugmyndir Framsóknar um áburðarverksmiðju. Ég get samt ekki ímyndað mér nokkurt ungmenni sem á þá von í brjósti að vinna í ábyrgðarverksmiðju. Ég þekki alla vegana engan og svo sannarlega hafði ég aðrar hugmyndir um framtíð mína sem ungur maður.

    Reyndar hefur líka verið talað um að þetta sé þjóðhagkvæm aðgerð. Sé það raunin má benda á fjölmargar aðrar hugmyndir og það hugmyndir sem einkaaðilar hafa unnið að í mörg ár. Hérna eru nokkrar sem eru ekki bara þjóðhaglega hagkvæmar, einkaaðilar eru nú þegar að vinna að og þær nota affall/rusl og búa til verðmæti úr þeim: Framleiðsla á innlendu þotueldsneyti, metanframleiðsla og Carbon Recycling. Þetta eru bara nokkrar af þeim fjölmörgu sem eru þjóðhaglega hagkvæmar, sumar af þessum hugmyndum hafa leitað fjármagns lengi og ekki fengið. Ef ríkið ætlar að styrkja þjóðhagkvæm verkefni er því af nógu að taka og óþarfi fyrir ríkið að finna upp slíkar hugmyndir.

    En ef blessaða ungafólkið er aðalatriði og stjórnmálamönnum er mjög annt um að blása því von í brjósti – sem stjórnmálamenn ættu vissulega að gera eru hérna nokkrar spurningar sem ég myndi spyrja mig – ef ég væri ungur maður:

    • Eru í boði áhugaverðir íbúðarkostir sem ungt fólk ræður við að fjármagna,
    • Er ungu fólki boðin upp á áhugaverðir menntakostir,
    • Er ungu fólki boðin upp á áhugaverðir atvinnukostir,
    • Er í boði heilsusamlegu matur og drykkur,
    • Er í boði friðsamlegt og öruggt umhverfi,
    • Er samfélagið réttlátt?

    Þetta eru nú bara nokkrar grunn spurningar sem maður gæti spurt sig – engin sérstök röð. Þær væru margar fleiri en þessar væri ofarlega á lista.

    Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því, en áburðarverksmiðjan er ekki á þessum lista.

    Annars ættu stjórnmálamenn sem er annt um ungt fólk að skapa ramman sem fólk getur lifað í, en láta svo fólki sjálfu um að mála myndina inn í þann ramma. Ætli hugmyndir um áburðarverksmiðju séu ekki bara eitt besta dæmi þess að stjórnmálamenn ættu einmitt að sleppa því að reyna að mála mynd í rammann?

    Samfélagsmiðlarnir

     Óeðlileg vinnbrögð

     Upp er komið ansi sérstakt mál um vegabréf, það virðist vera að flýtigjald fyrir vegabréf, sé í raun bara leið hagstofunnar til að græða.Svona miðað við þessa frétt amk.

     Vegabréfin eru tilbúin en stofnunin neitar að afhenda béfin engu að síður. Svörin eru líka svona gáfuleg:

     Við myndum vilja það gjarnan en það er bara svona í netheimum, að þá flýgur sagan og það fréttist og við munum enda með því að gera uppá milli fólks sem við viljum ekki gera.

     Það þarf svo sannarlega að skoða þetta eitthvað. Það getur ekki verið eðlilegt að stofnunin haldi sé að tefja vegabréf, svo hún geti rukkað fyrir flýtimeðferð.

     Samfélagsmiðlarnir