Hetjur eða Skúrkar?

Ég sé að Jóhann Páll er hættur á DV. Þeir félagar breyttust úr skúrkum og í hetjur á örfáum dögum eftir að í ljós kom að þeir höfðu haft rétt fyrir sér varðandi mál Hönnu Birnu. Eftir það þá hafa þeir félagar gengið á vatni að því er virðist. Þeir virðast vera hluti af „the untoucables“ og flytjendur fagnaðarerindisins og sannleikans.

Um leið ég tek hatt minn ofan fyrir þeim að hafa fylgt þessu máli eftir eins og þeir gerðu, þá gleymist að stundum ratast kjöftugum satt orð á munn.  Því miður á það við um ansi margt sem ritað var í DV.

Ég hef á köflum verið áskrifandi DV og viljað lesa og styðja fjölmiðla sem hafa verið að „skera á graftarkýlin“ eins og þeir segja sjálfir frá. Á endanum hef ég þó alltaf endað með segja upp áskriftinni. Þessi graftarkýli sem þeir voru að skera á voru einum of oft tilbúningur. Það þurfti oft ekki að hafa mikla þekkingu á málum til að sjá að umfjöllun var bæld, skæld og afskræmd. Mýflugur urðu að úlföldum. Blaðamennirnir virtust fyrst og fremst leita að blóðinu en ekki sannleikanum. Val á orðalagi var oft á þann veg að annað hvort skildi blaðamaðurinn ekki það sem hann var að skrifa um eða vísvitandi var verið að snúa út úr. Það reyndist oft erfitt að átta sig á því, hvað var satt og hvað var logið. Varla eftirsótt staða hjá fjölmiðili og því endaði ég á að segja blaðinu upp.

Það verður því lítill söknuður af DV eins og það var. Um leið og maður vill hafa fjölmiðil sem uppfyllir þau háleitu markmið sem DV hafði, þá má fjölmiðillinn ekki missa augun af boltanum eins og DV gerði. Það er getur aldrei verið góður pappír að láta sig lítið varða um sannleikann og hugsa frekar um krassandi fyrirsagnir.

Samfélagsmiðlarnir

  Breyting vsk og niðurfelling vörugjalda

  Nýverið voru ýmsir skattar hækkaðir lítillega á sama tíma og vörugjöld voru felld niður af annarri vöru og skattar lækkaðir.

  Fjölmargir brugðust ókvæða við og með ólíkindum að fyrirtæki hafi ekki beðist afsökunar á því að leyfa starfsmönnum að uppnefna menn og ríkisstjórn. Um leið og menn hafa spáð heimsenda og heilu ræðurnar um læsi fólks, þá má spyrja sama fólk hvernig ástandið var hérna fyrir 2007.

  Á því mikla og merkilega ári var þetta skattþrep nefnilega lækkað. Fram að því hafði sum að þessari vöru verið í efsta skattþrepi (þá 24,5%) og annað lækkað úr 14% í 7%.

  Matvörur
  Virðisaukaskattur af almennum matvörum lækkar úr 14 prósentum niður í 7
  prósent, virðisaukaskattur af sælgæti, gosdrykkjum, ávaxtadrykkjum og kexi
  lækkar úr 24,5 prósentum í 7 prósent. Vörugjald af ávaxtadrykkjum, ís, kexi, kaffi,
  te og kakó hefur jafnframt verið fellt niður, en vörugjald helst óbreytt á sykri og
  sætindum.
  Bækur, tímarit, blöð og geisladiskar
  Virðisaukaskattur af bókum, blöðum og tímaritum lækkar í dag úr 14 prósentum
  í 7 prósent. Virðisaukaskattur af hljómdiskum lækkar úr 24,5 prósentum í 7 prósent.
  Þannig lækkar geisladiskur sem áður kostaði 2.199 krónur í 1.890 krónur.

  Það má þá spyrja, hvernig var lestrarástand þjóðarinnar fyrir þessar breytingar? Batnaði ástandið mjög mikið þegar skattprósentan lækkaði?

  Ekki að ég skilji ástæðuna fyrir þessum breytingum. Niðurfelling vörugjaldanna var mjög skiljanlegt, en lækkun hærra þrepsins í lægsta stig frá upphafi og hækkun lægra þrepsins skil ég ekki. Þjóðin mun samt halda áfram að kaupa sinn mat, þetta mun ekki skaða læsi þjóðarinnar og gamall bílafloti þjóðarinnar verður áfram viðhaldið.

  Eigum við ekki bara að róa okkur í svartsýnis spánum?

  Samfélagsmiðlarnir

   Bætum netverslun en hindrum hana ekki

   Í gær var fundur á vegum Landsbankans um fjárfestingartækifæri í verslun og þjónustu. Svo virðist sem eitt erindið hafi verið með ansi merkileg skilaboð, en samkvæmt frétt um erindið virðist eitt erindið hafa frekar hindra bein viðskipti við útlönd frekar en að hvetja til þeirra.

   Íslensk fyrirtæki verða einfaldlega að standa sig í samkeppninni, þau verða að aðlaga sig að þeim raunveruleika sem er í gangi á hverjum tíma. Samkeppni frá kínverskum smásölum, þar sem launakostnaður er mun lægri en á Íslandi er hluti af þeim raunveruleika. Það er þá íslenskra verslana að skapa verðmæti sem eru umfram það sem kínversku netverslanirnar geta boðið.

   Það er ýmislegt sem þarf að taka tillit til þegar metin eru verðmæti. Neytendavernd er góð hér á landi og menn þurfa að standa 2 ára ábyrgð. Erlendir seljendur sleppa alveg við ábyrgðina. Vörur uppfylla heldur ekki alltaf staðla og það getur verið erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hvort vara sé heilbrigð eða hvort hún sé án áhættu. Nærtækustu dæmin eru hleðslutækin fyrir iPhone símana, sem rafmögnuðu fólki við ákveðnar aðstæður. Fyrirtæki sem selja slíka vöru þurfa að bera ábyrgð og slíkt kostar.

   Verslun á Íslandi þarf einfaldlega að laga sig að aðstæðum, lækka kostnað og standa vera betri í samkeppninni. Erlendis hafa menn aðlagað sig að þessu. Hvernig stendur t.d. á því að ég ef ég skila vöru þá er mér réttur gervipeningur sem endist mér í 1-2 ár og þeir kalla inneignarnóta. Ég lét þá hafa alvöru peninga. Hvernig er með vöruskil? Erlendis get ég fengið flíkina heim og fengið að prufa, ef mér líkar ekki við hana get ég komið og skilað (og fengið endurgreitt). Húsnæði er dýrt og margar verslanir hafa komið sér fyrir í allt of stóru húsnæði.

   Ein stærsta hindrunin í þessu er engu að síður íslenski pósturinn. Það er nánast með ólíkindum hvernig það fyrirtæki getur blóðmjólkað þessa pakka sem koma til landsins. Bæði er verið að rukka fólk um tollafgreiðslugjöld, geymslugjöld, flýtigjöld og svo framvegis. Pósturinn á Íslandi er líklega eina fyrirtækið í heiminum sem er óánægt með aukin umsvif og viðskipti, en það er að heyra að það sé einhver mesta kvöl og pína að þurfa að taka við þessum aukna fjölda sendinga frá Kína.

   Það er engum greiði gerður með því að hindra erlend viðskipti. Það er fyrirtækja að aðalaga sig að raunveruleika hvers tíma, laga verðmæti vörunnar að aðstæðum og bæta samkeppnisstöðu sína. Það verður ekki gert með hindrunum eins og vera með ömurlega póstþjónustu. Stjórnvöld hljóta að fagna lægra vöruverði og aukinni samkeppni. Eitt af því væri að einfalda afhendingu á smápökkum og setja frímark sem væri t.d. 10 – 20 þúsund líkt og er á hinum Norðulöndunum.

   Samfélagsmiðlarnir

    Svarthvít heimsýn Egils

    Egill Helgason skrifaði pistil sem hann kallaði “Að fá eitthvað fyrir sinn snúð”, þar segir hann:

    Fólk sem starfar lengi í stjórnmálaflokkum er svolítið öðruvísi en við hin sem höfum varla komið inn fyrir dyr í flokkunum.
    Því finnst að þeir sem hafa verið í flokknum eigi að fá eitthvað fyrir sinn snúð – einhverja umbun fyrir ómakið

    Mín fyrstu viðbrögð við þessum pistli voru undrun á svarthvítri heimssýn Egils. Ástæðan er að Egill Helgason ætti að hafa nægilega mikla innsýn til að vita hversu mikið bull þetta er. Það er þessi skilyrðislausa fullyrðing hans. Hann setur bara samasemmerki með fólki sem hefur starfað lengi í flokkum og einhverju hugarfari sem hann telur ríkja. Ekkert um að þetta sé sumt fólk, ekkert um að þetta sé ákveðin hópur t.d. atvinnupólitíkusar. Þetta er bara fólk sem starfar lengi í stjórnmálaflokkum.

    Það er mýta að fólk sem starfi í stjórmalaflokkum geri það bara til að fá eitthvað. Mýta sem menn eins og Egill halda á lofti og halda áfram að dreifa. Það eru þúsundir Íslendinga sem sem starfa í áratugi fyrir stjórnmálaflokka og menn ætti ekki að halda því fram í eina sekúndu að allt þetta fólk, allt þetta mikla starf sé keyrt áfram á því að menn eigi von á einhverju fyrir sinn snúð. Það er kannski erfitt eða ómöglegt fyrir fólk sem ekki starfar í flokkum að ímynda sér að enn sé til fólk sem starfi af hugsjón. En það er enginn sem starfar í áratugi að einhverju í einhverjum félagsskap með einhverjar framtíðar væntingar um að fá eitthvað fyrir sinn snúð.

    Auðvitað eru þeir til sem fá eitthvað fyrir sinn snúð. Kannski var það meira áður, kannski var það meira í öðrum flokkum en mínum (kannski minna?). Málið er að það er bara miklu flóknara en að hægt sé að setja þetta svona fram eins og Egill gerir það. Ég þekki menn sem hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð fyrir að vera Valsari, eitthvað fyrir sinn snúð fyrir að búa á Akureyri, eitthvað fyrir sinn snúð fyrir að vera í Rótarý og svo framvegis. Um leið og við störfum í félögum þá óneitanlega kynnumst við fólki og vináttubönd myndast. Fólk fær ekki rassgat bara fyrir að vera skráð í réttan flokk. Mögulega fá menn hins vegar eitthvað fyrir að eiga vini á réttum stöðum. Það er alveg óháð veru í flokkum.

    Samfélagsmiðlarnir

     Deyjandi sjávarútvegssýning?

     Ég velti fyrir mér hvort það sé að koma að endalokum íslensku sjávarútvegssýningarinnar? Ég veit reyndar ekki af hverju hún er kölluð “íslensk”, það er erlent fyrirtæki sem á hana, þótt hún sé haldin hér heima.

     Ég hef farið á flestar sýningar sem hafa verið haldnar. Engin þeirra var jafn léleg og þessi. Fyrirtæki sem hafa verið með mikið umfang voru með lítið að þessu sinni. Marel var ekki með uppsett neitt flott tæki, Valka var ekki með neinar græjur. Mörg fleiri dæmi voru um fyrirtæki sem maður átti von á að væru með flott tæki, voru bara með pappír og engin tæki. Maður hafði á tilfinningu að ekki hefði mikið verið lagt í þessa sýningu yfir höfuð. Ekki eins og oft áður.

     Sýningarhaldarar mega eiga það að þeir kunna að búa til fréttatilkynningar. Í hvert einasta skipti er fullyrt að þessi sýning sé sú stærsta og í ár var þetta eins. Fjölmiðlum virðist taka upplýsingarnar hrátt og birta án þess að kanna þær. Áhyggjuefni í raun og veru. Það hefði bara tekið fjölmiðil 2 mínútur að komast að hinu sanna. Ég fór á Tímarit.is og leitaði. Á fyrstu síðu kom upp viðtal frá 1999. Þá voru skráð 800 fyrirtæki en þeir segja 500 núna (þótt heimasíðan bendi til 400). Varðandi rýmið þá hafa það verið svipuð stærð, nema útisvæðið sem hefur farið minnkandi.

     Flestar fréttirnar af sýningunni er svo af dóti sem er sagt selt á sýnginnunni, eins ótrúverðugt og það nú er. Það er ekki eins og fólk labbi framhjá nýjustu skurðarlínu Marel (eða Bader) og ákveði þar á staðnum að kaupa. Það þykir hins vegar fréttnæmt og því stillt þannig upp – tækið var löngu selt. Fréttir um sölur segja því alls ekki neitt. Fjölmiðlaumfjöllun um sýninguna segir raunar ekkert um gæði hennar, því það væri í vikunum og mánuðunum á eftir sem raunveruleg sala af sýningunni færi fram í flestum tilfellum.

     Það komu færri gestir á þessa sýningu en áður, það voru færri fyrirtæki sem sýndu á þessari sýningu og hún var minni. Þetta eru staðreyndir. Tilfinningin er að það hafi verið mun minni metnaður lagður í þessa sýningu en fyrri sýningar. Tilfinningin er að þessa sýning sé deyjandi.

     Samfélagsmiðlarnir